ÞJÓNUSTA

Jarðvinna

Við tökum að okkur alhliða jarðvinnu. S.s. húsagrunna undir minni og stærri byggingar, stíga- og gatnagerð svo eitthvað sé nefnt.

Hellulagnir

Stéttafélagið var upprunalega stofnað árið 2000 og fyrstu árin var það alfarið sérhæft í hellulögnum og því tengdu. Við höfum því nær tveggja áratuga reynslu í þeim efnum. Þótt félagið hafi stækkað og starfsemin víkkað, þá tökum við enn að okkur alls kyns verkefni tengd hellulögnum og yfirborðsfrágangi. Ef áhugi er fyrir verðtilboði, þá er hægt að smella á „Hafðu samband“ uppi hægra horni, og fylla út tilboðsbeiðni.

Lagnir í jörðu

Við tökum að okkur alls kyns verkefni tengd viðgerðum eða nýlögnum á lögnum í jörðu – s.s. drenlagnir, niðurföll, skolp, rafmagn ofl.. Einnig tökum við að okkur snjóbræðslulagnir. Við erum í nánu samstarfi við löggilta pípulagna- og rafverktaka.

Snjómokstur og hálkuvarnir

Við erum vel tækjum búin og höfum góða reynslu af snjómokstri og hálkuvörnum.

 

Ef áhugi er fyrir tilboði, þá vinsamlegast sendið okkur fyrirspurn með því að smella á „HAFÐU SAMBAND“ upp í hægra horni á vefsíðunni.

Alhliða trésmíði og uppsteypa

Við rekum sér smíðadeild innan fyrirtæksins. Hún er í umsjón eins eiganda félagsins og húsasmíðameistarans Steinars Arnar Arnarsonar. Starfsmenn deildarinnar hafa allir annað hvort lokið sveinsprófi, eða eru í námi til sveinsprófs. Meðal verkefna eru timburpallar og skjólgirðingar, steyptir stoðveggir, smíði á búnaði og leiktækjum á skólalóðum, uppsteypa mannvirkja svo dæmi séu tekin.